Author Archives: María Edwardsdóttir

Freyja Karín Þorvarðardóttir

Freyja Karín skrifar undir við Þrótt

Freyja Karín Þorvarðardóttir hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deild kvenna. Freyja er fædd 2004, hún hefur leikið 40 leiki með Þrótti í efstu deild og skorað 9 mörk en hún kom … Read More

Kári Kristjánsson

Kári Kristjánsson skrifar undir nýjan samning við Þrótt!

Kári Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Þrótt og verður því hjá félaginu út tímabilið á árinu 2026. Kári er 19 ára en hefur leikið með meistaraflokki karla undanfarin þrjú ár og á að baki fast að … Read More

Jón Hafsteinn Jóhannsson

Breytingar á skrifstofu félagsins / Nýr framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Þróttar

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar hefur ráðið Jón Hafsteinn Jóhannsson sem framkvæmdastjóra félagsins og mun hann taka við starfinu í ársbyrjun 2024. María Edwardsdóttir starfandi framkvæmdastjóri mun sinna starfinu út árið og taka svo við nýju starfi fjármálastjóra Þróttar. María hefur leitt … Read More

Isaac Kwateng og stuðningsfólk

Þrátt fyrir baráttu bíður brottflutningur vallarstjóra Þróttar – Isaac Kwateng

Kæra Þróttarsamfélag Okkur þykir afskaplega leitt að tilkynna ykkur að enn einn steinninn hefur verið lagður í götu Isaac okkar. Félaginu var á dögunum tilkynnt af lögreglumanni sem mætti á skrifstofu Þróttar að búið væri að kaupa flugmiða fyrir Isaac … Read More

Ian Jeffs

Ian Jeffs lætur af störfum hjá Þrótti

Ian Jeffs, þjálfari Þróttar síðustu tvö árin lætur frá og með deginum í dag af störfum hjá félaginu. Hann tilkynnti leikmönnum ákvörðun sína í dag. Ian Jeffs og starfslið hans tók við liði Þróttar haustið 2021 og tókst á hendur … Read More

Íþróttaskóli fyrir þau yngstu

Laugardaginn 16. september hefst íþróttaskóli Þróttar aftur. Opnað hefur verið fyrir skráningar á Sportabler. Námskeiðið er ætlað fyrir þau allra yngstu eða börn fædd 2018-2023 og er haldið í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni 14 á laugardagsmorgnum. Áherslu er lögð á … Read More

Æfingatafla yngri flokka í blaki veturinn 2023-2024

Æfingatafla yngri flokka í blaki liggur nú fyrir og gildir fyrir vetrartímabilið 2023-2024. Skráningar eru í gegnum Sportabler

Tilboðsdagar í Jako fyrir Þróttara

Jako er með tilboðsdaga til 16. september á vörum til Þróttara. Hvetjum alla til að gera góð kaup og græja ykkur og börnin fyrir veturinn.

Æfingatafla yngri flokka í fótbolta veturinn 2023-2024

Æfingataflan yngri flokka í fótbolta er klár fyrir veturinn 2023-2024. Þessi tafla er gerð með bestu vitund og nýjustu forsendum og upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er útilokað að hún breytist og er hér með gerður fyrirvari þar um. Skráningar … Read More

Minningarmót um Braga Leif Hauksson

Tennisdeild Þróttar efndi til tennismóts laugardaginn 12. ágúst til minningar um Braga Leif Hauksson sem lést fyrr á árinu. Hann var liðsmaður og drifkraftur deildarinnar s.l. aldarfjórðung. Þátttaka var góð. Yfir 20 keppendur á öllum aldri úr öllum tennisfélögunum og … Read More