Aðalstjórn

Hjartað í Reykjavík, Þróttara skemmti- styrktarþáttur

Á fimmtudagskvöldið næsta, 18. mars kl. 20.00 verður frumsýndur á Stöð 2 nýr skemmtiþáttur undir heitinu Hjartað í Reykjavík. Hreinræktaður Þróttaraþáttur, framleiddur, saminn og fluttur og sendur út af Þrótturum. Þeir Jón góði Ólafsson og Bolli Már Bjarnason hafa veg … Read More

Gleðilegt nýtt ár!

Þróttur óskar öllum Þrótturum, velunnurum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum nær og fjær gleðilegs nýs árs með þakkir fyrir samstarfið og framlögin á árinu sem er að líða. Lifi Þróttur!

Kveðja um áramót frá formanni félagsins Finnboga Hilmarssyni

Kæru Þróttarar,  Það er óhætt að segja að síðasta ár sé litað af veirunni sem heimsótti landið okkar og skaut hér rótum, allavega um sinn.  Veiran hefur haft víðtæk áhrif á allt starfið og umhverfi þess og gert félögum eins og … Read More

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er íþróttamaður Þróttar árið 2020

Álfhildur Rósa er útnefnd íþróttamaður Þróttar árið 2020 en hún átti gott keppnistímabil í Pepsi-Max deild kvenna þegar Þróttur tryggði sér 5.sætið í deildinni, sem er besti árangur Þróttar í efstu deild frá upphafi.  Hún er fyrirliði liðsins, sá yngsti … Read More

Anna Katrín og Guðni eru Þróttarar ársins 2020

Anna Katrín Sveinsdóttir og Guðni Jónsson eru Þróttarar ársins 2020.    Traustir Þróttarar sem ávallt eru tilbúin í verkefni sem snúa að félaginu og ef þau eru ekki að sinna sjálfboðaliðastörfum þá eru þau mætt til að fylgjast vel með leikjum … Read More

Íþróttamaður Þróttar útnefndur í dag, gamlársdag

Íþróttamaður Þróttar árið 2020 verður útnefndur í dag, gamlársdag, og verður tilkynnt um útnefninguna eftir hádegi en vegna aðstæðna verður ekki um hefðbundna athöfn að ræða í félagsheimili Þróttar líkt og undanfarin ár.  Þróttari ársins verður að sama skapi útnefndur … Read More

Gleðileg jól

Þróttur óskar Þrótturum, styrktaraðilum og velunnurum nær og fjær gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu.

Dregið í jólahappdrættinu 29.desember

Vegna fjölmargra fyrirspurna um aukin frest til sölu á happdrættismiðum í jólahappdrætti Þróttar hefur verið ákveðið að fresta drætti til þriðjudagsins 29.desember.  Dregið verður fyrir hádegi þann 29.des og vinningsnúmer birt á heimasíðu félagsins ásamt vinningaskrá. Iðkendur og aðrir hafa … Read More

Breytt æfingatafla í handboltanum

Þar sem Laugardalshöllin verður ónothæf næstu misserin verða breytingar á æfingum eftirfarandi flokka í handbolta. 6 og 7. flokkur drengja og stúlkna verður í MS kl 15.00 – 16.00 á miðvikudögum í stað þess tíma sem áður var í Laugardalshöll … Read More

Viltu tilnefna Þróttara ársins?

Líkt og áður verður Þróttari ársins útnefndur í lok árs en Þróttari ársins hefur jafnan verið sjálfboðaliði innan félagsins sem hefur sinnt óeigingjörnu starfi á árinu sem er að líða.  Nú gefst öllum félagsmönnum kostur á að tilnefna Þróttara ársins … Read More