Halldór Bragason, 1945 – 1997, hóf ungur æfingar með Þrótti, bæði í handknattleik og knattspyrnu. Hann var mikið efni í báðum greinunum og var fljótt valinn til að leika með þeim bestu upp alla flokka. Alls lék hann 200 leiki með meistaraflokki félagsins … Read More
Author Archives: Hildur Hafstein

Tilmæli sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra varðandi íþróttastarf
Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um … Read More

Þróttari vikunnar
Pétur Ingólfsson, 1946-,kynntist Þrótti þegar fjölskyldan flutti í Karfavog, árið 1986. Ingólfur sonur hans, sem þá var 12 ára, hóf þá að æfa knattspyrnu hjá Þrótti og Pétur fór að mæta á völlinn þegar hann var að keppa. Þjálfarinn var mjög áhugasamur … Read More

Egill Helgason, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmóti í gær
Egill Helgason, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmóti í gær gegn Fram. Í byrjunarliði 17 ára gamall, uppalinn Þróttari, stóð sig virkilega vel og lék frábærlega. Vel gert hjá pilti og fagnaðarefni. Lifi Þróttur ⚽️

Þjálfarskipti hjá mfl karla í knattspyrnu
Stjórn knd. Þróttar hefur gert breytingu hjá mfl. karla sem verður til þess að þeir Gunnar Guðmundsson og Srdjan Rakjovic láta af störfum. Í þeirra stað koma til starfa til loka tímabilsins þeir Tómas Ingi Tómasson, Bjarnólfur Lárusson, Hallur Hallsson … Read More

Indriði H. Þorláksson, 1940-,
Indriði H. Þorláksson, 1940-, ákvað ungur að gera tennisíþróttina að sinni íþrótt en hafði áður stundað knattspyrnu og körfubolta. Fátt var um tennisvelli í Reykjavík en árið 1989 var tennisdeild Þróttar stofnuð og komið var upp aðstöðu við enda malarvallarins inni … Read More

Trausti Sigurbjörnsson 30 ára í dag
Fyrrum leikmaður Þróttar Trausti Sigurbjörnsson á 30 ára afmæli í dag 25. september. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni dagsins.

Óli Pétur Friðþjófsson er áttræður í dag, 24.september.
Ötull stuðningsmaður félagsins. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni áfangans.

Einar Sveinsson, 1956-,
Einar Sveinsson, 1956-, hóf ungur að æfa bæði handknattleik og knattspyrnu með Þrótti, en snemma hneigðist áhuginn meir að handknattleiknum og lék hann upp alla flokka og var m.a. með í ævintýrinu þegar Þróttur sigraði hið „ósigrandi“ lið Víkinga í æsispennandi … Read More

Guðmundur Birgir Aðalsteinsson er sjötugur í dag, 21.september.
Hann lék knattspyrnu með félaginu um sinn. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni af áfanganum.