Ungir Þróttarar í landsliðshópum

Fjölmargir ungir Þróttarar prýða landsliðshópa yngri landsliða Íslands þessa dagana. Katla Tryggvadóttir hefur nýlokið leik með u17 liði kvenna á Írlandi þar sem aðeins einu marki munaði að Ísland kæmist upp úr sínum milliriðli og í lokakeppnina í sumar. Þær … Read More

Velkomnir Alex og Aron Fannar!

Tveir öflugir leikmenn hafa bæst við meistaraflokk karla fyrir komandi leiktíð. Alex Baker, f. 2001, kemur til Þróttar frá Ástralíu þar sem hann hefur leikið í neðri deildum undanfarin ár. Alex er metnaðarfullur leikmaður, kröftugur og traustur varnarmaður sem á eftir að … Read More

Gema Simon gengur til liðs við Þrótt

Ástralska landsliðskonan Gema Simon hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti í Bestu deildinni á komandi sumri. Gema er fædd 1990, hún er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem lengi hefur verið í fremstu röð í heimalandi sínu. Hún hefur … Read More

Katla í lokahóp U17

Katla Tryggvadóttir hefur verið valinn í endanlegan landsliðshóp fyrir leikina í milliriðlum fyrir EM hjá u17 ára landsliði stúlkna. Hópurinn hefur verið tilkynntur á heimasíðu KSÍ. Ísland er í riðli með Finnlandi, Írlandi og Slóvakíu, en leikið verður á Írlandi … Read More

Framkvæmdir hafnar!

Framkvæmdir við tvo nýja gervigrasvelli Þróttar á „Valbjarnarsvæði“ eru hafnar. Jarðvegsvinnu á að ljúka þann 20. maí og hefst þá vinna við lagningu á gervigrasinu og uppsetningu á ljósamöstrum kemur svo í beinu framhaldi.

Opnað fyrir skráningar á rafíþróttanámskeið

Opnað hefur verið fyrir skráningar á rafíþróttanámskeið á vegum rafíþróttadeildar Þróttar.  Æfingatöflu má finna hér að neðan. Gjöld fyrir hvert námskeið er kr. 20.000 og er um takmarkaðan fjölda að ræða á hverju námskeiði.  Námskeiðin hefjast þann 1.apríl n.k. og … Read More

Rafíþróttadeild Þróttar

Aðalstjórn hefur samþykkt stofnun rafíþróttadeildar Þróttar. Fyrsta önn deildarinnar hefst þann 1. apríl og stendur til 30. maí. Aðstaða deildarinnar verður í félagsheimili Þróttar.. Fyrst um sinn verður boðið upp á námskeið fyrir 9 – 16 ára í þrem leikjum. … Read More

Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna!

Tennisvellir Þróttar koma við sögu í skemmtilegu myndskeiði Tennissambands Íslands sem er framlag þess til til jafnréttisátaks alþjóða tennissambandsins. Á tsi.is tmá sjá myndskeiðið sem tekið var upp á snjóþungum Þróttarvöllunum. Þar sem má sjá Hjört Þór Grjetarsson formann TSÍ undirrita … Read More

María Eva Eyjólfsdóttir til liðs við Þrótt

María Eva Eyjólfsdóttir hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deildinni. María sem er fædd árið 1997, er bæði öflugur og reynslumikill leikmaður. Hún hefur leikið yfir 90 leiki í efstu deild kvenna fyrir … Read More

Yfirlýsing frá aðalstjórn – Þróttur hafnar áætlunum borgarstjóra í Laugardal

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: -Uppbygging Þjóðarhallar verði ekki á kostnað barna og unglinga í hverfinu- Þann 24. mars 2021 undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og fulltrúar íþróttafélaganna í Laugardal sameiginlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir … Read More