Blakdeild Þróttar boðar til aðalfundar 26. maí kl 17:30.Venjuleg aðalfundarstörf, umræður um starf vetrarins og starfið framundan.Verið öll velkomin og við vonumst eftir fjörugri umræðu. Lifi…!
Fréttir
Örnólfur Örnólfsson er sjötíu og fimm ára í dag, 12.maí.
Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu upp í 2.flokk. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.
Andlitsverjur til sölu á skrifstofu Þróttar
Þróttur setur öryggið á oddinn – nefbroddinn Andlitsverjur til sölu á skrifstofu Þróttar. Aðeins 1.500 kr stk Þökkum Henson fyrir aðstoðina Dóri Gylfa sýnir okkur notagildið hér Lifi…!
4. maí opnun – Loksins!
Loksins! Krakkarnir í 6. flokki hjá Þrótti hafa æft sig af krafti heima í garði í æfingabanni undanfarnar vikur en fögnuðu svo sannarlega opnun vallarins og hefðbundnum æfingum í Laugardalnum í dag í sól og blíðu! Hjartaðíreykjavík Lifi…!
Dósasöfnun Knattspyrnudeildar Þróttar
Laugardaginn 9. maí fer fram dósasöfnun Knattspyrnudeildar Þróttar. Söfnunin fer fram frá kl. 11- 14. Fólk getur komið með dósir, flöskur og plast í Þróttarheimilið á þessum tíma eða skilið pokana eftir fyrir utan heimilið sitt og við kippum svo … Read More
Herbert Svavar Arnarson er fimmtugur í dag, 4.maí.
Hann lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni afmælisins.
Páll Ólafsson er sextugur í dag, 1.maí.
Einn sigursælasti Þróttarinn bæði í handbolta og knattspyrnu. Landsliðsmaður í báðum greinum og atvinnumaður í handbolta. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.
Opnar, fríar blakæfingar fyrir börn í grunnskóla í maí
Blakdeild Þróttar mun halda opnar, fríar blakæfingar fyrir börn í grunnskóla í maí. Æfingarnar fara fram í Laugardalshöll sem hér segir: mán og mið 17-18:30 fyrir börn fædd 2008-2012 þri og fim 18-19:30 fyrir börn fædd 2004-2007 Æfingarnar byrja mán … Read More