Author Archives: Hildur Hafstein

Guðlaugur Baldursson ráðinn þjálfari Þróttar

Guðlaugur Baldursson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Þrótti og hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Guðlaugur er afar reynslumikill þjálfari, hann hóf þjálfaraferil sinn í meistaraflokki í Vestmannaeyjum er hann tók við efstu deildar liði ÍBV … Read More

Þróttari vikunnar: Gunnar Helgason

Gunnar Helgason, 1965-,sleit barnsskónum á Háaleitisbrautinni en flutti þó ungur að árum í Glaðheima og var því forðað frá því að verða Framari.  Hann lék knattspyrnu upp alla flokka félagsins en þurfti að lokum að velja milli fótboltans og listagyðjunnar. Þróttarar hafa … Read More

Skemmtilegar fréttir frá Oldboys Þróttar

Heimildamyndin Reach Beyond …. sem bar vinnuheitið Magnús Dan the moviestar, er að líta dagsins ljós. Þarna koma einnig við sögu fjölmargir leikmenn Oldboys. Njótið trailers hér

Þróttari vikunnar: Ásmundur Helgason

Ásmundur Helgason, 1965-,sleit barnsskónum á Háaleitisbrautinni en flutti þó ungur að árum í Glaðheima og var því forðað frá því að verða Framari.  Hann lék knattspyrnu upp alla flokka félagsins og þótti liðtækur leikmaður.  Hann lék alls 109 leiki fyrir meistaraflokk Þróttar. Eftir … Read More

Þróttur og Hagkaup undirrita samstarfssamning til þriggja ára

Þróttur og Hagkaup hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir til þriggja ára frá og með 1.janúar 2021 til ársloka 2023. Kjarni samstarfsins og meginforsenda er að með stuðningi Hagkaups verði Þrótti unnt að halda áfram að byggja upp öflugt … Read More

Uppfærð Jafnréttisáætlun Þróttar samþykkt í aðalstjórn

Á fundi aðalstjórnar Þróttar þann 28.október var samþykkt uppfærð jafnréttisáætlun félagsins og hefur hún nú verið birt á heimasíðunni undir flipanum „Félagið“. Einnig er hægt að nálgast hana með því að smella hér.Jafnréttisáætlunin er útfærð í samræmi við leiðbeiningar Reykjavíkurborgar, … Read More

Vegna aðalfundar Þróttar og aðalfunda einstakra deilda – áhrif Covid

Samkvæmt lögum Þróttar skal halda aðalfund félagsins eigi síðar en 25.maí ár hvert fyrir starfsárið þar á undan.  Auk þess skal aðalfundur knattspyrnudeildar vera haldinn á tímabilinu 1.október til 1.nóvember ár hvert fyrir starfsárið þar á undan en aðrar deildir … Read More

Þróttari vikunnar: Hildur Björg Hafstein

Hildur Björg Hafstein, 1966 -, er fædd og uppalin í Vogahverfinu.  Hún lagði stund á handbolta með Þrótti á sínum yngri árum en nú á seinni árum hefur hún skipað sér í fremstu röð sjálfboðaliða hjá félaginu. Hún myndaði á ný tengsl … Read More

Bergrós í dómaraverkefni í Wales

Þróttarinn Bergrós Unudóttir sem áður lék með meistaraflokki er nú í sínu fyrsta verkefni sem dómari á erlendri grundu.  Á morgun mætast Wales og Færeyjar í undankeppni EM 2022 í Cardiff og verður þetta í fyrsta skipti sem fjórar íslenskar … Read More

Þróttari vikunnar: Stefán Laxdal Aðalsteinsson

Stefán Laxdal Aðalsteinsson, 1959-, hóf að æfa knattspyrnu hjá Þrótti strax eftir að félagið flutti í Sæviðarsundið.  Hann lék í öllum flokkum og var í mjög svo sigursælum liðum upp marga yngri flokkana.   Árið 2001 var hann kosinn í aðalstjórn félagsins og sat … Read More