Author Archives: María Edwardsdóttir

Minningarmót um Braga Leif Hauksson

Tennisdeild Þróttar efndi til tennismóts laugardaginn 12. ágúst til minningar um Braga Leif Hauksson sem lést fyrr á árinu. Hann var liðsmaður og drifkraftur deildarinnar s.l. aldarfjórðung. Þátttaka var góð. Yfir 20 keppendur á öllum aldri úr öllum tennisfélögunum og … Read More

Bragi L. Hauksson, formaður tennisdeildar látinn

Bragi Leifur Hauksson formaður tennisdeildar Þróttar andaðist 20. júní sl. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 13. Bragi var með ódrepandi áhuga á tennis og ætíð reiðubúinn til starfa og leið ekki á löngu uns Bragi var … Read More

Vormót Þróttar 2023

Síðustu helgina í maí verður hið árlega Vormót Þróttar haldið í Laugardalnum fyrir iðkendur í 8., 7. og 6. flokki drengja og stúlkna. Það er von á miklu lífi og fjöri í dalnum en skráning hefur verið með besta móti. … Read More

Golfmót Þróttar 2023

Hið árlega golfmót Þróttar verður haldið föstudaginn 2. júní á golfvellinum í Grindavík. Mæting kl. 13:00Ræst er út af öllum teigum kl. 13:30 • Verðlaun fyrir 1.–3. sæti karla og kvenna• Verðlaun fyrir besta skor• Lengsta upphafshögg karla og kvenna• … Read More

Tilboð á Þróttarvörum hjá Jako

Jako er með tilboðsdaga á völdum Þróttarvörum fram til 7. maí. Tilboðið gildir bæði í vefverslun og verslun þeirra að Krókhálsi 5F. Kíktu á úrvalið

Fótboltasumarið er að hefjast

Fyrsti heimaleikur sumarsins er á dagskrá miðvikudaginn 26. apríl kl. 19:15 þegar kvennalið Þróttar tekur á móti FH í Bestu deild. Strákarnir mæta svo Leikni 5. maí kl. 19:15 í Lengjudeildinni í sínum fyrsta heimleik. Árskort á alla heimaleiki beggja … Read More

7 ungir Þróttar í unglingalandsliðum

Þjálfarar landsliða skipuð leikmönnum u15 og u16 ára stúlka hafa tilkynnt um val á hópum til æfinga á næstunni og Þróttarar eiga þar fjölda fulltrúa að venju. U16 ára liðið er að undirbúa sig fyrir UEFA Development Tournament í Wales … Read More

7 leikmenn mfl. kvenna í landsliðsverkefni

Alls taka 7 leikmenn mfl. kvenna þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. Í A-landslið kvenna hafa í dag verið valdar þær Íris Dögg Gunnarsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir en liðið leikur vináttuleiki gegn Nýja Sjálandi og Sviss í byrjun … Read More

Ragnheiður framlengir við Þrótt

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ein af fjölmörgum efnilegum ungum knattspyrnukonum í Þrótti, hefur skrifað undir nýjan 3ja ára samning við félagið. Ragnheiður sem er fædd 2005 og hefur undanfarin ár verið viðloðandi meistaraflokk félagsins, lék sinn sinn fyrsta leik á Íslandsmóti í … Read More

Ársreikningur knattspyrnudeildar 2022

Samkvæmt kröfum leyfiskerfis KSÍ hefur ársreikningur deildarinnar fyrir árið 2022 þegar verið staðfestur og hann birtur á meðfylgjandi slóð: https://trottur.is/wp-content/uploads/2023/03/2022-Arsreikningur-Knattspyrnudeild-THrottar-1.pdf Meðal rekstrargjalda eru greiðslur til umboðsmanna sem námu alls 578.760 kr. á árinu 2022.