Aðalfundur Knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn 19. október næstkomandi í félagsheimilinu að Engjavegi 7 kl. 18:00. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum félagsins: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður knattspyrnudeildardeildar flytur skýrslu liðins starfsárs og gjaldkeri skýrir reikninga deildarinnar. Kosning deildarstjórnar. Fyrst … Read More

Aðalfundur Þróttar verður haldinn 19. október

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn 19. október næstkomandi í félagsheimilinu að Engjavegi 7 kl. 19:00. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum félagsins. Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem skráðir hafa verið í félagatal a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, eru … Read More

Iaroshenko og Pikul skrifa undir 2ja ára samning

Þeir Kostyantyn Iaroshenko og Kostyantyn Pikul skrifuðu undir nýja 2ja ára samninga við Þrótt í dag. Þeir félagar léku saman í næst efstu deild í Úkraínu með liðinu Alyans, þar til styrjöldin hrakti þá að heiman, og hafa nú dvalið … Read More

Félagsgjöld

Greiðsla félagsgjalda fer nú fram í gegnum Sportabler en kerfið sem notast hefur verið við varð óvirkt fyrr á árinu. Það er því ekkert því til fyrirstöðu lengur að ganga frá greiðslu gjaldsins vegna 2022. Félagið er opið öllum sem … Read More

Skemmtimót Þróttar

Það verður stutt skemmtimót hjá okkur í frábæru veðri í haustsólinni núna á fimmtudag kl. 17. Hin góðkunna Steinunn Garðarsdóttir stýrir mótinu sem tryggir frábært veður. Staður og stund: Tennisvellir Þróttar í Laugardalnum fimmtudaginn 15. sept. kl 17-20 Spilaður verður … Read More

Íþróttaskóli fyrir yngstu börnin

17. september fer íþróttaskóli barna af stað aftur. Þetta er námskeið fyrir þau allra yngstu eða börn fædd 2017-2022 og er haldið í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni 14 á laugardagsmorgnum. Áherslu er lögð á að auka skyn- og hreyfiþroska barnanna … Read More

Jako tilboð til 14. sept!

Jako býður Þrótturum keppnis- og æfingafatnað á sérstöku tilboðsverði fram til 14. september. Tilboðið gildir bæði í verslun og á Jakosport.is. Nú er tilvalið að græja sig og börnin fyrir veturinn.

Jamie og Angelos endurnýja samninga

Þeir Jamie Brassington markmannsþjálfari og Angelos Barmpas styrktarþjálfari hafa endurnýjað samninga sína við Þrótt en mikil ánægja hefur verið með störf þeirra í félaginu. Þeir félagar sinna markmanns- og styrktarþjálfun meistaraflokka félagsins og sinna einnig ungum og efnilegum leikmönnum. Jamie … Read More

Hallur Hallsson ráðinn íþróttafulltrúi

Hallur Hallsson hefur verið ráðinn íþróttafulltrúi Þróttar. Hann hefur mikinn metnað fyrir hönd félagsins og mun vera í lykilhlutverki í uppbyggingu barna- og unglingastarfs allra deilda félagsins. Hallur er með BSc í íþróttafræði frá Háskóla Reykjavíkur auk þess sem hann … Read More

Sprækir Þróttarar á Norway Cup

Vaskar stelpur og strákar í þriðja og fjórða flokki Þróttar héldu í síðustu viku í keppnisferð til Osló. Þar kepptu þau á Norway Cup mótinu sem er stærsta fótboltamót í heiminum fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-19 ára. Þróttarar … Read More