Vel heppnaðri knattspyrnuhátíð VÍS og Þróttar lokið

Knattspyrnuhátíð VÍS og Þróttar er lokið þetta árið. Við viljum þakka öllum foreldrum, forráðamönnum og aðstandendum fyrir tillitsemina og þátttökuna í fyrsta móti eftir Covid-19. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu börnum sem tóku þátt. Gleðin var svo sannarlega til … Read More

Knattspyrnuhátíð VÍS og Þróttar stendur nú yfir

Fótboltahátíð VÍS og Þróttar er í fullum gangi í dag og á morgun í dalnum okkar fallega, hjartanu í Reykjavík ❤️#VISMOT2020 Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um mótið Hér er heimasíða mótsins á Facebook Lifi…!

Sveinn Óli undirritar samning

Markvörðurinn Sveinn Óli Guðnason sem fæddur er árið 2000 og knattspyrnudeild Þróttar hafa undirritað nýjan samning sín á milli sem gildir út keppnistímabilið 2022.  Sveinn Óli hefur leikið lykilhlutverk í 2.flokki félagsins undanfarin ár en hefur jafnframt komið við sögu … Read More

Snorri Guðmundsson er sextugur í dag, 28.maí.

Hann lék knattspyrnu með félaginu upp alla flokka. Býr nú í Skotlandi, þar sem hann skipuleggur göngutúra upp um fjöll og firnindi ásamt konu sinni.Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.

Hinrik Harðarson samningsbundinn út keppnistímabilið 2021

Knattspyrnudeild Þróttar og Hinrik Harðarson, sem fæddur er árið 2004, hafa undirritað leikmannasamning sem gildir út keppnistímabilið 2021 eða næstu tvo keppnistímabil.  Hinrik hefur gengt lykilhlutverki í 3.flokki undanfarið og var m.a. markahæsti leikmaðurinn C-deildarinnar í fyrrasumar þar sem hann … Read More

Róbert Orri og Adrían með nýja samninga

Nýr og glæsilegur búningsklefi fyrir mfl Þróttar kvk í knattspyrnu

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu fékk í dag afhentan nýjan búningsklefa sem hæfir liði í Pepsí Max-deildinni. Öll aðstaða verður betri fyrir stelpurnar og þjálfarana. Klefinn er með nýjum skápum, nýjum og stærri ísskáp, með einstaklings-og hópmyndum af þeim og allt … Read More

Björn Grétar Straumland er fimmtugur í dag, 26.maí.

Hann var liðstjóri m.fl.ka., í knattspyrnu um tíma, auk þess að grípa til flautunnar og annarra starfa fyrir félagið.Þróttarar senda honum árnaðaróskir, til Noregs, þar sem hann býr nú,í tilefni afmælisins.

Guðmundur Ingi Kristjánsson er sjötugur í dag, 25.maí.

Ötull félagsmaður um áraraðir. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni afmælisins.

Hið árlega golfmót Þróttar verður haldið 5. júní á Garðavelli Akranesi.

Hið árlega golfmót Þróttar verður haldið föstudaginn 5. júní á Garðavelli Akranesi. Mæting kl 13.00. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. júní. Skráning hjá gusti@tov.is Lifi…!